Lífið

Cardi B og Offset eignuðust annað barn

Árni Sæberg skrifar
Hjónin spókuðu sig um í New York á dögunum.
Hjónin spókuðu sig um í New York á dögunum. Gotham/Getty

Rapphjónin Cardi B og Offset eignuðust sitt annað barn á laugardag ef marka má Instagramfærslu Cardi.

Cardi B birti mynd á Instagram í dag af þeim hjónum í sjúkrarúmi. Cardi heldur á því sem virðist vera ungbarn reifað í blátt teppi. 

Netverjar hafa túlkað það sem svo að um dreng sé að ræða. Þá stendur 9/4/21 í færslunni en það bendir til þess að barnið hafi fæðst á laugardaginn.

Fyrir eiga hjónin, sem giftu sig árið 2017, dótturina Kulture Kiari sem fæddist árið 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.