Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja tíma til kominn að létta á aðgerðum innanlands. Sóttvarnalæknir er hins vegar ekki á sama máli. Faraldurinn er á hægri niðurleið og álagið á Landspítalann ekki í nánd því eins mikið og þegar verst lét í þessari bylgju.

Við fylgjumst með nýjustu vendingum í Skaftárhlaupinu og lítum niður á Laugaveg þar sem lögreglan mátti varla vera að því að veita fréttamanni okkar viðtal, svo mikið var annríkið við að siða bílstjóra til sem óku gegn akstursstefnu.

Þá rýnum við í ný kosningalög sem gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga og Kristján Már ræðir við forstjóra stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða sem vill koma á beinum útflutningi á laxi frá Egilsstaðaflugvelli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×