Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 5. september 2021 14:07 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn. Vísir/Egill Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. „Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08