Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 21:00 Svandís Svavarsdóttir við skóflustungu á nýju rannsóknahúsi Landspítala á Hringbraut. Stöð 2/Einar Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum