Innlent

Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip

Snorri Másson skrifar
Örn Smárason er verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Örn Smárason er verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg Vísir/Arnar

Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár.

Finnski skipasmiðurinn KewaTec annast smíði skipanna þriggja, sem eru af nýjustu gerð og náðust samningarnir eftir umfangsmikið útboðsferli. 

Skipin eru búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi. Verkefnið hefur mikla þýðingu, enda ljóst að gömlu skipin, hönnuð á sjöunda áratug síðustu aldar, eru mörg tæknilega úrelt.

Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, er ánægður með endurnýjunina.

„Þið getið ímyndað aðstöðuna í þessu, það eru engin klósett, það er ekkert eldhús, það er gamall teketill þar sem maður getur hitað sér vatn, það er lítil aðstaða í þeim,“ segir Örn um eldri skipin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við teljum að við séum að fá gríðarlega góða lausn, sem kemur frá öruggum framleiðanda sem framleitt hefur skip í leit og björgun í langan tíma,“ segir Örn um nýju skipin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×