Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður vísir

Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19 og yfirstandandi bylgja er á niðurleið.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Hörpu í beinni útsendingu um nýjar reglur sem tóku gildi í dag en nú mega fimm hundruð manns koma saman á viðburðum gegn neikvæðu covid-prófi.

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Mikil óánægja ríkir hins vegar á meðal sérnámslækna í geðlækningu vegna uppbyggingarinnar. Ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðsviðið þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.