Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 19:46 Fólk náði eðlilega ekki að klæða sig áður en það varð að yfirgefa húsnæði Hreyfingar í morgun. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan. Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01