Oddvitaáskorunin: Varð útgerðarmaður sextán ára Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 21:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Magnús Ívar Guðbergsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég er fæddur og uppalinn frá Smaratúni Vatnsleysuströnd. Ég á sex börn. Og fjögur barnabörn. Eiginkona mín er Unnur Íris Hlöðversdóttir. Þá á ég tvo bræður. Ég byrjaði ungur í fjörunni við Halakot að vinna. Byrjaði um sex ára að sigta hrognin sem pabbi Guðbergur Sigursteinsson, hafði sótt í Grásleppunetin. Og uppfrá því byrjaði ég að fara með honum á sjóinn. Enda mikið sjómannsblóð í ættinni og því lá leiðin áfram á þá braut.“ „Ég fór sem pokadýr í Hagkaup þegar það opnaði og vann þar nokkur ár með skóla og greip í hamarinn í Njarðvíkur slipp. Var bensín tittur, og stakk á færibandið og gekk í flest störf sem féllu til. Við vorum í sveitinni og áttum hesta hænur kindur kanínur refi og hunda. Heyjuðum túnin okkar og ræktuðum kartöflur. En hugurinn var við sjóinn og þegar ég var að gella og kynna með móður minni Katrínu Sigrúnu Ágústsdóttir, þá kynntumst við mörgu góðu fólki, enda fórum við um allar sveitir að selja afurðir og stundum bara í skiptum fyrir eitthvað úr sveitinni. Bara skemmtilegur tími sem ég fékk að upplifa.“ Sextán ára útgerðarmaður „Ég glopra svo einhverntímann út úr mér að ég ættli að safna fyrir bát og verða útgerðarmaður. Þetta segi ég við einn fisksala í Reykjavík. Aðeins 15 ára. Næst þegar ég hitti hann segir hann mér frá bát sem er á Akranesi og þá fara hjólin að snúast og úr verðar að ég og bróðir minn kaupum bátinn sem bar nafnið Sumarliði og heitir það enn. Þarna er ég orðinn útgerðarmaður aðeins 16 ára. Við hefjum endurbyggingu á bátnum, enda faðir okkar, Guðbergur Sigursteinsson listaskipasmiður. Útgerð hefst þarna í frelsi til allra veiða og gert var út á, þorskanet, línu, og grásleppu. Fljótlega var annar bátur keyptur og endurbyggður líka hann kom frá Grindavík. Áfram var gert út og plastbátur keyptur. 12 tonna. Svona gátu ungir menn byrjað að vinna og kaupa sér báta á þessum tíma og þarna var dagakerfi með þaki eftir stærð báta. Núna getur enginn maður byrjað Útgerð nema vera milljónamæringur eða meira.“ Lentu í alvarlegu slysi „Ég menntaði mig til þessa starfa og varð Skipstjóri og Vélstjóri. Ég verð fyrir því óláni að lenda í slysi og dæmist frá minni vinnu tímabundið vegna mikillar örorku. Ég ákvað þá strax að vinna mig út úr því ástandi og þjálfaði mig aftur til starfa. Nokkrum árum síðar lendi ég og konan mín í alvarlegu slysi sem við erum ennþá að vinna okkur út úr. Vonandi er vilji allt sem þarf til að hún fái fulla heilsu að nýju, en hún fékk krabbamein að auki sem hún sigraðist á en þurfti að færa miklar fórnir fyrir að fá að halda lífi áfram. Við höfum víðtækan skilning á mörgum brýnum málefnum sem þarf að bæta. Vonandi gefur þetta ykkur innsýn inn í okkar líf og hvernig við sjáum aðstæður hjá öðrum. Kærar kveðjur frá okkur Oddvitahjónunum í suðurkjördæmi. Fyrir XO frjálslynda Lýðræðisflokkinn.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Magnús Ívar Guðbergsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber og bláber. Uppáhalds bók? Ísfólkið. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sól slær silfur á Voga. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Bílinn minn. Hámhorf. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skipstjóri. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Vertu góður. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er ljóskan að gera upp í tré við háskólann. Velja sér greinar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Úr fjörunni og með hestunum mínum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Enginn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it true. Besta frí sem þú hefur farið í? Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Burger. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Allt. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Notaði slökkvitæki í óþökk allra. Rómantískasta uppátækið? Ítalía með konunni. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Magnús Ívar Guðbergsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Ég er fæddur og uppalinn frá Smaratúni Vatnsleysuströnd. Ég á sex börn. Og fjögur barnabörn. Eiginkona mín er Unnur Íris Hlöðversdóttir. Þá á ég tvo bræður. Ég byrjaði ungur í fjörunni við Halakot að vinna. Byrjaði um sex ára að sigta hrognin sem pabbi Guðbergur Sigursteinsson, hafði sótt í Grásleppunetin. Og uppfrá því byrjaði ég að fara með honum á sjóinn. Enda mikið sjómannsblóð í ættinni og því lá leiðin áfram á þá braut.“ „Ég fór sem pokadýr í Hagkaup þegar það opnaði og vann þar nokkur ár með skóla og greip í hamarinn í Njarðvíkur slipp. Var bensín tittur, og stakk á færibandið og gekk í flest störf sem féllu til. Við vorum í sveitinni og áttum hesta hænur kindur kanínur refi og hunda. Heyjuðum túnin okkar og ræktuðum kartöflur. En hugurinn var við sjóinn og þegar ég var að gella og kynna með móður minni Katrínu Sigrúnu Ágústsdóttir, þá kynntumst við mörgu góðu fólki, enda fórum við um allar sveitir að selja afurðir og stundum bara í skiptum fyrir eitthvað úr sveitinni. Bara skemmtilegur tími sem ég fékk að upplifa.“ Sextán ára útgerðarmaður „Ég glopra svo einhverntímann út úr mér að ég ættli að safna fyrir bát og verða útgerðarmaður. Þetta segi ég við einn fisksala í Reykjavík. Aðeins 15 ára. Næst þegar ég hitti hann segir hann mér frá bát sem er á Akranesi og þá fara hjólin að snúast og úr verðar að ég og bróðir minn kaupum bátinn sem bar nafnið Sumarliði og heitir það enn. Þarna er ég orðinn útgerðarmaður aðeins 16 ára. Við hefjum endurbyggingu á bátnum, enda faðir okkar, Guðbergur Sigursteinsson listaskipasmiður. Útgerð hefst þarna í frelsi til allra veiða og gert var út á, þorskanet, línu, og grásleppu. Fljótlega var annar bátur keyptur og endurbyggður líka hann kom frá Grindavík. Áfram var gert út og plastbátur keyptur. 12 tonna. Svona gátu ungir menn byrjað að vinna og kaupa sér báta á þessum tíma og þarna var dagakerfi með þaki eftir stærð báta. Núna getur enginn maður byrjað Útgerð nema vera milljónamæringur eða meira.“ Lentu í alvarlegu slysi „Ég menntaði mig til þessa starfa og varð Skipstjóri og Vélstjóri. Ég verð fyrir því óláni að lenda í slysi og dæmist frá minni vinnu tímabundið vegna mikillar örorku. Ég ákvað þá strax að vinna mig út úr því ástandi og þjálfaði mig aftur til starfa. Nokkrum árum síðar lendi ég og konan mín í alvarlegu slysi sem við erum ennþá að vinna okkur út úr. Vonandi er vilji allt sem þarf til að hún fái fulla heilsu að nýju, en hún fékk krabbamein að auki sem hún sigraðist á en þurfti að færa miklar fórnir fyrir að fá að halda lífi áfram. Við höfum víðtækan skilning á mörgum brýnum málefnum sem þarf að bæta. Vonandi gefur þetta ykkur innsýn inn í okkar líf og hvernig við sjáum aðstæður hjá öðrum. Kærar kveðjur frá okkur Oddvitahjónunum í suðurkjördæmi. Fyrir XO frjálslynda Lýðræðisflokkinn.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Magnús Ívar Guðbergsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber og bláber. Uppáhalds bók? Ísfólkið. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sól slær silfur á Voga. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Akureyri. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Bílinn minn. Hámhorf. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skipstjóri. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Vertu góður. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er ljóskan að gera upp í tré við háskólann. Velja sér greinar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Úr fjörunni og með hestunum mínum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Enginn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it true. Besta frí sem þú hefur farið í? Tyrkland. Uppáhalds þynnkumatur? Burger. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Allt. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Notaði slökkvitæki í óþökk allra. Rómantískasta uppátækið? Ítalía með konunni.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira