Innlent

Nýr fram­kvæmdar­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Þórey er nýr framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta.
Helga Þórey er nýr framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Aðsend

Helga Þórey Júlíudóttir tók í dag við sem nýr framkvæmdastjóri hjá skátunum og mun hún leiða breytingar á starfsemi Skátamiðstöðvar til að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

„Þetta er gríðarlega áhugavert starf og við okkur blasa ýmsir spennandi möguleikar,” segir Helga Þórey.

Í tilkynningu frá skátunum segir að þjónusta skátamiðstöðvar í Hraunbæ og útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni verði efld með samstöðu og teymisvinnu starfsmanna og sjálfboðaliða í fagráðum og stjórn Bandalags íslenkra skáta (BÍS). Leiðarljós fyrir þessa sóknarstemningu sé sótt í stefnuna Fyrirmynd til framtíðar, sem skátafélögin samþykktu á Skátaþingi.

„Jákvæð þróun hefur átt sér stað í fjáröflunarstarfi Grænna skáta sem nýtur aukins stuðnings frá almenningi og fyrirtækjum, sem vilja að gefa til skátastarfsins.“ 

Kristinn Ólafsson fráfarandi framkvæmdastjóri Skátamiðstöðvar verður framkvæmdastjóri Grænna skáta.

„Útilífsmiðstöðin á Úlfljótsvatni hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem heimfaraldurinn færir með sér. Unnið verður með þeim sjálfboðaliðum sem dvelja til lengri og skemmri tíma, sem og stoðum rennt undir rekstur m.a. annars með gefandi skólabúðum og sumarbúðastarfi,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×