Innlent

Hafa birt lista Flokks fólksins í Reykja­vík suður

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Þórðardóttir, Wilhelm Wessman, Inga Sæland og Svanberg Hreinsson skipa efstu sæti listans.
Helga Þórðardóttir, Wilhelm Wessman, Inga Sæland og Svanberg Hreinsson skipa efstu sæti listans. Flokkur fólksins

Inga Sæland, formaður og stofnandi Flokks fólksins, skipar efsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hefur nú birt listann í heild sinni

Inga stofnaði flokkinn árið 2016 og var kjörin á þing ári síðar. Í tilkynningu segir að Inga hafi mælt fyrir tugum mála á Alþingi og verið öflugur og ötull málsvari öryrkja, aldraðra og allra þeirra sem búa við mismunun og fátækt

„Wilhelm Wessman skipar annað sæti listans. Wilhelm hefur barist af einurð fyrir auknu réttlæti og bættum kjörum eldra fólks. Hann hefur verið virkur í Gráa hernum og er einn þeirra sem hrundu af stað málsókn gegn ríkinu varðandi meinta eignarupptöku þess í formi skerðinga á greiðslum almannatrygginga vegna áunninna lífeyrissjóðsréttinda.

Helga Þórðardóttir, kennari við Barnaspítala Hringsins og fyrrverandi formaður Dögunar skipar þriðja sætið og Svanberg Hreinsson, framreiðslumeistari, fjórða sæti listans. “

Framboðslistinn:

 • 1. Inga Sæland, alþingismaður / öryrki
 • 2. Wilhelm Wessman, hótelráðgjafi / leiðsögumaður / eldri borgari
 • 3. Helga Þórðardóttir, kennari
 • 4. Svanberg Hreinsson, framreiðslumeistari / öryrki
 • 5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður / öryrki
 • 6. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður
 • 7. Valur Sigurðsson, rafvirki / heldri borgari
 • 8. Magano Katrína Shiimi, sjúkraliði
 • 9. Sigurjón Arnórsson, framkvæmdarstjóri
 • 10. Ómar Örn Ómarsson, athafnamaður
 • 11. Hjördís Björg Kristinsdóttir, snyrtifræðingur / sjúkraliði / eldri borgari
 • 12. Sigurður Steingrímsson, verkamaður / eldri borgari
 • 13. Andrea Kristjana Lind Gunnarsdóttir, athafnakona
 • 14. Hilmar Guðmundsson, sjómaður
 • 15. Heiðrún Elsa Harðardóttir, sjúkraliði
 • 16. Guðmundur Þór Guðmundsson, fv. birfeiðarstjóri / eldri borgari
 • 17. Þóra B. Jónsdóttir, handverkskona
 • 18. Þórarinn Kristinsson, eldri borgari
 • 19. Sigrún Þorleifsdóttir, eldri borgari
 • 20. Óli Már Guðmundsson, myndlistamaður
 • 21. Kristján A. Helgason, öryrki
 • 22. Sigríður Sæland Jónsdóttir, eldri borgari


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.