Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2021 18:43 Jóhanna Helga Jensdóttir ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. vísir/Vilhelm Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira