Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 08:27 Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Vísir/Egill/Sigurjón Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira