Hver er Klara Bjartmarz? Kristrún Heimisdóttir skrifar 31. ágúst 2021 21:00 Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar