Hver er Klara Bjartmarz? Kristrún Heimisdóttir skrifar 31. ágúst 2021 21:00 Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun