Hver er Klara Bjartmarz? Kristrún Heimisdóttir skrifar 31. ágúst 2021 21:00 Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa. Allir sem til þekkja vita þetta vel og að svona beitir hún sér ávallt innan KSÍ og það hefur hún gert í því máli sem nú er til heitrar umræðu. Að hún skyldi vera gerð að framkvæmdastjóra KSÍ 2015 var stórsigur fyrir kvennaboltann og hún hefur síðan stýrt starfseminni af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega. Hvaða félag er Íslenskur Toppfótbolti, skammstafað ÍTF? Íslenskur toppfótbolti er karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang. Einungis stærstu félögin fá að vera innanborðs í ÍTF og kvennaknattspyrna er þar jaðarsett. Eftir því sem peningar hafa aukist í íslenskri knattspyrnu, sérstaklega vegna sjónvarpsréttinda hefur togstreita um valdið yfir peningunum, varpað vissum skugga á íþróttina knattspyrnu sem almannaíþrótt fyrir fólkið í landinu í öllum sínum fjölbreytileika. Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora. Fótbolti er ein skemmtilegasta íþrótt sem fundin hefur verið upp. Börn og unglingar geta iðkað hana sér til ómælds félagslegs þroska og eflingar á alla lund. KSÍ hefur unnið ótrúlega glæsilegt starf og náð stórkostlegum árangri til gleði og stolts fyrir okkur öll á Íslandi undanfarin ár. Og nú hafa siðvitrar og sterkar konur vakið KSÍ upp með sparki því það verður að stöðva varanlega og alveg ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku þannig að hún eigi ekki lengur nokkurt skjól innan KSÍ né sé nokkurs staðar hægt að misnota ljóma íslensku landsliðanna til ofbeldis- og myrkraverka. Framvegis taki KSÍ á öllum slíkum málum af þeirri fyllstu hörku sem þarf til að binda enda þjáningar þolenda. Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll. Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt. Höfundur er lögfræðingur, fyrrverandi knattspyrnukona og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar