Lífið

Matti tók íbúðina í gegn á aðeins fimm vikum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur af Gulli byggir var sýndur á Stöð 2 í gær.
Fyrsti þáttur af Gulli byggir var sýndur á Stöð 2 í gær. Stöð2

Matthías Óskarsson hefur búið í íbúð sinni í Árbæ í þrjú ár en ákvað á dögunum að gjörbreyta henni. Gulli Helga fékk að fylgjast með og taka þátt í ferlinu og var sýnt frá ævintýrinu í fyrsta þætti vetrarins af Gulla byggi á Stöð 2 í gær. 

Matti er sölustjóri hjá Nóa Síríus og sér einnig um Podcast stöðina. Matti vildi mála alla íbúðina og skipta um gólfefni, gardínur og hurðir. Einnig ákvað hann að rífa eldhúsinnréttinguna út og breyta aðeins skipulaginu til þess að njóta útsýnisins betur. Að lokum vildi hann rífa allt út af baðherberginu, þar með talið flísar, gólfefni, sturtu, baðkar og innréttingar. Í þættinum byggðu Gulli og Matti líka ótrúlega sniðuga bekki og borð á svalirnar. 

Matti stefndi á að taka íbúðina í gegn á aðeins fimm vikum þrátt fyrir að gera allt sjálfur eða með aðstoð Gulla eða vina sinna. Breytingin var alveg mögnuð og má sjá lokaútkomuna í spilaranum hér fyrir neðan.  Þar má meðal annars sjá einstakan vask sem Matti smíðaði sjálfur og eldhúsborðplötu sem Matti útbjó með því að saga úr stórri flís með marmaramunstri. 

Klippa: Gjörbreytt íbúð á aðeins fimm vikum

Tengdar fréttir

Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn

Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.