Innlent

Hlýjar og rakar suðvestanáttir ríkjandi næstu daga

Kjartan Kjartansson skrifar
Áfram verður skýjað og nokkuð blautt í höfuðborginni og suðvestantil næstu daga.
Áfram verður skýjað og nokkuð blautt í höfuðborginni og suðvestantil næstu daga. Vísir/Vilhelm

Suðvestanátt verður á landinu sem flytur með sér hlýtt og rakt loft í dag og næstu daga. Varað er við allhvössum vindstrengjum á Ströndum og í kringum Öræfajökul í dag.

Víðast hvar er spá á bilinu 5-13 metrum á sekúndu í dag en eitthvað hvassara í vindstrengjum á Norðvesturlandi og í Öræfum. Þungbúið verður, dálítil væta og hiti á bilinu tíu til fjórtán stig suðvestanlands en byrjar að rigna síðdegis. Norðaustan til að spáð bjartviðri og hita á bilinu fimmtán til tuttugu stig.

Öflug hæð vestur af Skotlandi veldur áframhaldandi suðvestanátt næstu daga. Spáð er svipuðu veðri fram í miðja vikuna en þá er útlit fyrir einhverjar breytingar, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×