Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Leikskólabörn á Hvolsvelli sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna. Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent