Starfsmaður þingflokks vill leiða SUS Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 14:41 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Lísbet Sigurðardóttir og Steinar Ingi Kolbeins. Aðsend Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns. Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira