Lífið

Uppi­standi Jimmy Carr frestað

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Til stóð að grínistinn Jimmy Carr yrði með uppistand í Háskólabíó nú í byrjun september, en því hefur verið frestað þar til í mars á næsta ári.
Til stóð að grínistinn Jimmy Carr yrði með uppistand í Háskólabíó nú í byrjun september, en því hefur verið frestað þar til í mars á næsta ári. Getty/Anthony Harvey

Uppistandi Jimmy Carr, eins vinsælasta grínista heims, hefur verið frestað vegna áframhaldandi samkomutakmarkana. Sýningin mun fara fram í mars á næsta ári.

Til stóð að Carr kæmi með splunkunýja sýningu sína Terribly Funny til Íslands nú í september. Tvær sýningar voru á dagskránni, 2. og 3. september og voru aðeins örfáir miðar eftir.

Sú ákvörðun hefur hins vegar tekin að fresta sýningunni og mun hún fara fram 9. og 10. mars á næsta ári. Í tilkynningu frá Senu Live kemur fram að miðar á viðburðinn gildi sjálfkrafa áfram á nýju dagsetninguna og miðahafar þurfi því ekki að aðhafast. Henti nýja dagsetningin ekki, geti miðahafar hins vegar óskað eftir endurgreiðslu.

Jimmy er þekktur fyrir sótsvartan húmor sinn, vafasaman hlátur og sérstök samskipti við áhorfendur. Sýning hans Terribly Funny inniheldur brandara um hina ýmsu hræðilega hluti sem hafa áhrif á þig og fólkið sem þú þekkir og elskar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.