Lífið

Börnin sigrast á kvíða og ótta á dýfingapalli í Grafarvogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Konni Gotta, segir að börnin sem hafi sótt námskeið hjá honum hafi aldrei verið jafn mikið útivið.
Konni Gotta, segir að börnin sem hafi sótt námskeið hjá honum hafi aldrei verið jafn mikið útivið. Vísir

Fólk á öllum aldri hefur sigrast á kvíða og lofthræðslu á dýfingarpöllum Konna Gotta í Grafarvogi í sumar. Hjá honum gleyma börnin tölvum og símum og hafa aldrei verið eins mikið úti við.

Á bryggjunni við Sævarhöfða er búið að reisa palla þar sem sá hæsti nær þrettán metra hæð þegar fjarar út.

„Það er ekki til betri leið til að sigra hausinn. Þegar þú stendur uppi á efsta pallinum og ert að fara að stökkva, þá hellast yfir þig allskonar tilfinningar. Þegar þú hendir þér fram af og ert í loftinu og lendir í sjónum þá finnst þér þú geta sigrað allt og ert eins og kóngur,“ segir Konni Gotta. 

Hann hefur verið með dýfingarnámskeið sem heitir Hoppað með Konna Gotta fyrir börn á aldrinum tólf til fjórtán ára og finnur raunverulegan mun á krökkunum. 

„Það er enginn að kíkja á símann sinn. Þau gleyma tölvunum á meðan þau eru hérna. Það er endalaus orka og ég er búinn að heyra það frá foreldrunum líka að krakkarnir sem eru hérna hafa aldrei verið eins mikið úti og þetta sumar,“ segir Konni. 

Til að sigrast á lofthræðslunni mælir Konni með að byrja á bryggjukanntinum og fikra sig upp á efsta pallinn.

„Það hafa krakkar og fullorðnir komið hérna með þvílíka lofthræðslu en fljúga núna fram af efsta pallinum eins og ekkert sé.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.