Lífið

Dynasty-leikari fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Persónan Naders, Dex, beinir byssu að Alexis Carrington þar sem hún liggur í baði í þáttunum Dynasty. Það var sjaldnast einhver lognmolla í lífi persónanna í sápuóperunni Dynasty sem framleidd var á árunum 1981 til 1989.
Persónan Naders, Dex, beinir byssu að Alexis Carrington þar sem hún liggur í baði í þáttunum Dynasty. Það var sjaldnast einhver lognmolla í lífi persónanna í sápuóperunni Dynasty sem framleidd var á árunum 1981 til 1989. Getty

Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri.

Nader birtist fyrst í þáttunum 1983 í hlutverki Farnsworth „Dex“ Dexter og lék í þeim allt til loka þáttanna árið 1989.

Þættirnir fjölluðu um tvö olíufyrirtæki sem áttu í mikilli samkeppni og snerist söguþráðurinn að stórum hluta um ástir og örlög hinnar illkvittnu Alexis Carrington sem leikkonan Joan Collins túlkaði eftirminnilega.

Í yfirlýsingu frá Jodi Lister, eftirlifandi eiginkonu Nader, segir hún það hafa veitt eiginmanni sínum mikla gleði að endurnýja nýlega kynni sín við leikarana úr Dynasty í tengslum við stafrænan endurfund vegna fjársöfnunar vegna rannsókna á Covid-19.

Nader glímdi stóran hluta lífs síns við fíkniefnadjöfulinn og vann að ritun bókar um líf sitt þegar hann lést.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.