Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:34 Jóhanna Helga var viðmælandi í hlaðvarpinu Eigin konur. Umsjónamenn þáttarins eru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir. Eigin konur Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. „Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira