Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:34 Jóhanna Helga var viðmælandi í hlaðvarpinu Eigin konur. Umsjónamenn þáttarins eru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir. Eigin konur Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. „Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“