Innlent

Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandsleið er ófær og Gæsavatnaleið hefur verið lokað.
Sprengisandsleið er ófær og Gæsavatnaleið hefur verið lokað. Vísir/Vilhelm

Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals.

Lögreglan varaði í morgun við miklum vatnavöxtum í ám á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls. Þá voru leiðirnar aðeins sagðar færar vel búnum stórum jeppum. 

Nú hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra sett inn uppfærslu á Facebooksíðu sína þar sem leiðirnar eru sagðar með öllu ófærar.


Tengdar fréttir

Varað við vatnavöxtum á Sprengisandsleið

Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur sérstaka athygli á miklum vatnavöxtum í ám á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið norðan Tungafellsjökuls.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×