Innlent

Pall­borðið: Ný Maskínu­könnun og við­brögð Ei­ríks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiríkur Bergmann fór yfir sviðið í Pallborðinu í dag.
Eiríkur Bergmann fór yfir sviðið í Pallborðinu í dag. Vísr/Vilhelm

Maskína hefur framkvæmt nýja könnun á fylgi flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninganna þann 25. september. Niðurstöðurnar verða til umfjöllunar í Pallborði dagsins klukkan 14.

Sunna Sæmundsdóttir fær til sín Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sem rýnir í nýju tölurnar og stöðu flokkanna nú þegar rúmur mánuður er til kosninga.

Pallborðið verður í beinni útsendingu í spilaranum að neðan, sem verður aðgengilegur rétt fyrir klukkan 14, en einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu.

Uppfært: Pallborðinu er lokið að þessu sinni en horfa má á það hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - Ný maskínukönnun


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×