Innlent

„Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins. Miðflokkurinn

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.

Þar segir að Vigdísi þurfi vart að kynna fyrir Reykvíkingum enda sé hún sannkölluð rokkstjarna íslenskra stjórnmála.

Frambjóðendur Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum eru sagðir afar ánægðir með ráðninguna og eru sannfærðir um að reynsla og slagkraftur Vigdísar muni skila sér í verðskulduðum kosningasigri Miðflokksins í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×