Innlent

Fjölgar um tvo á Landspítalanum

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í faraldrinum.
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í faraldrinum. vísir/vilhelm

Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn spítalans en meðalaldur innlagðra er sagður vera 62 ár. 

Alls hafa 85 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur þeirra er óbólusettur en fjórtán hafa þurft gjörgæslustuðning.

Nú eru 1.020 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 244 og fækkar talsvert. Engir sjúklingar eru metnir rauðir en 24 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit. Fimmtán starfsmenn Landspítalans eru í einangrun með Covid-19, ellefu í sóttkví A og 87 í sóttkví C.

Landspítali er áfram á hættustigi en 54 greindust innanlands með Covid-19 í gær.


Tengdar fréttir

54 greindust smitaðir af veirunni innan­lands

Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×