Innlent

Ávarpaði fund World Pride

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn þar sem sjónum var beint að velferð unga fólksins í hinsegin samfélaginu og mikilvægi þess að Norðurlöndin snúi bökum saman þegar komi að því styrkja stöðu og réttindi hinsegin fólks.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn þar sem sjónum var beint að velferð unga fólksins í hinsegin samfélaginu og mikilvægi þess að Norðurlöndin snúi bökum saman þegar komi að því styrkja stöðu og réttindi hinsegin fólks. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fund World Pride með norrænum jafnréttisráðherrum í Kaupmannahöfn í gær með fjarfundabúnaði.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að á fundinum hafi sjónum verið beint að velferð unga fólksins í hinsegin samfélaginu og mikilvægi þess að Norðurlöndin snúi bökum saman þegar komi að því styrkja stöðu og réttindi hinsegin fólks.

Forsætisráðherra hafi lagt áherslu á að mikilvægt væri að huga að stefnumótun og lagasetningu í málaflokknum og einnig að viðhorfum og viðurkenningu samfélagsins. Þá sagði hún frá nýlegri lagasetningu á Íslandi um rétt ungmenna 15 ára og eldri til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin kynvitund.

Enn fremur væru ný lagaákvæði sem banni óafturkræfar aðgerðir hjá börnum sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni án samþykkis þeirra, mikilvæg réttarbót fyrir intersex börn.

World Pride í Kaupmannahöfn stendur yfir alla vikuna og eru einhvers konar alheims Hinsegin dagar undir merkjum InterPride, alþjóðasamtaka hinsegin hátíða sem Hinsegin dagar í Reykjavík eru aðilar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×