Innlent

Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skjálftinn átti upptök sín rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.
Skjálftinn átti upptök sín rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun. Vísir/Arnar

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og við stöðvarhús virkjunarinnar.

Þó nokkuð af smáskjálftum hafa fylgt í kjölfarið, allir undir 2,0 að stærð.

Uppfært kl. 06.21:

Fjöldi smáskjálfta hefur orðið á svæðinu framundir morgun, allir undir 2 og flestir undir 1.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×