Innlent

Hættuspil íslensks ökuníðings vekur heimsathygli

Snorri Másson skrifar
Mældur og brunar svo burt.
Mældur og brunar svo burt. Instagram

Bandaríska myndbandsbloggið World Star Hip Hop birti nýlega myndband frá Íslandi, þar sem sjá má ungan bílstjóra leika hættulegan leik við lögregluna.

Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina.

Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn.

Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. 

Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram.

Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×