Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:51 Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Samsett Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. „Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01