Innlent

Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Borgarnes.
Borgarnes. Vísir/Vilhelm

Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 

Eigandinn hélt því fram að matið væri ekki í samræmi við mat á fasteignum annarra hótela í nágrenninu og á Suðurlandi, í svipaðri fjarlægð frá Reykjavík. Yfirfasteignamatsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að fasteignirnar væru sannarlega ekki rétt metnar.

Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að það orkaði tvímælis að beiting matsaðferðarinnar væri í samræmi við lög en það kemur ekki fram í nýrri ákvörðun Þjóðskrá hvaða aðferðum var beitt við nýja matið.

Lögmaður eigandands segist ekki hafa trú á því að um sé að ræða einstakt tilfelli.

Það var Morgunblaðið sem greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×