Sport

Rannveig og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur Vertical Ultra

Árni Sæberg skrifar
Rannveig Oddsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson urðu hlutskörpust í 55 kílómetra hlaupi.
Rannveig Oddsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson urðu hlutskörpust í 55 kílómetra hlaupi. Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Fjallahlaupið Súlur Vertical var haldið við frábærar aðstæður á Akureyri í dag. Gerðar voru töluverðar breytingar á upphaflegum áætlunum og víðtækar ráðstafanir viðhafðar til að fylgja sóttvarnareglum og tryggja öryggi keppenda og starfsfólks.

Keppt var í þremur vegalengdum sem allar hófust í Kjarnaskógi og lauk í miðbæ Akureyrar. Samtals voru keppendur um fjögur hundruð talsins sem fóru af stað í sjö hópum á mismunandi tímum. Um sex hundruð keppendur voru upphaflega skráðir til leiks, en forföll urðu vegna Covid-19. Fyrstu hlauparar hófu keppni klukkan sjö í morgun og síðasti hópur var ræstur um hádegi.

Ræst var út í Kjarnaskógi.Aðsend/Hörður Geirsson

Framkvæmd hlaupsins gekk í öllum meginatriðum samkvæmt áætlun. Veðrið lék við hlaupara og starfsfólk og má segja að allar aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið.

Að þessu sinni var í fyrsta sinn keppt í 55 kílómetra Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Fyrst kvenna í mark í þessari vegalengd var Rannveig Oddsdóttir en Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla. 

Elísabet Margeirsdóttir sigraði 28 km hlaupið í kvennaflokki og Halldór Hermann Jónsson í karlaflokki.

 Í 18 km hlaupinu var það Gígja Björnsdóttir sem kom, sá og sigraði kvennaflokkinn og í karlaflokki kom Einar Árni Gíslason fyrstur í mark
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.