Lífið

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikkonan Imelda Staunton sem margir þekkja úr Harry Potter myndunum mun fara með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu þáttaröð af The Crown.
Leikkonan Imelda Staunton sem margir þekkja úr Harry Potter myndunum mun fara með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu þáttaröð af The Crown. Netflix/Alex Bailey

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Í þáttunum er fylgst með æviskeiði Elísabetar Englandsdrottningar og hafa mismunandi leikkonur farið með hlutverk hennar eftir aldri. Staunton fer með hlutverk drottningarinnar á tímabilinu 1990 til 2003.

Leikkonan Olivia Colman hefur farið með hlutverkið frá árinu 2019 og þar á undan leikkonan Claire Foy.

Hin 65 ára gamla Staunton er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem hin undirförla fröken Umbridge í Harry Potter myndunum. Þá fór hún með hlutverk Veru Drake í samnefndi bíómynd frá árinu 2004 og hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir frammistöðu sína.

Þættirnir The Crown hófu göngu sína árið 2016 og er áætlað að fimmta þáttaröðin fari í loftið á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×