Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2021 16:36 Skrattar láta öllum illum látum í nýju myndbandi. aðsent Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira