Tónlist

Elskar að djamma en fær ekki að djamma

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Álfgrímur ætlaði að gefa lagið út í tilefni af því að Covid væri búið! Svo reyndist það alls ekki búið...
Álfgrímur ætlaði að gefa lagið út í tilefni af því að Covid væri búið! Svo reyndist það alls ekki búið... aðsend

Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað.

„Ég hef stundum kvartað og kveinað yfir djammbanninu við fylgjendur mína á TikTok sem hafa margir tengt við það erfiði,“ segir Álfgrímur í samtali við Vísi. Hann kallar sig Elfgrime á miðlinum.

Í morgun gaf hann út djammlagið, sem ber þann afdráttarlausa titil: Ég elska að DJAMMA.

„Ég ákvað að búa til djammlag í tilefni af því að Covid væri búið. Svo er nú frekar súrt að akkúrat þegar lagið kemur út er nýbúið að loka aftur fyrir djammið, Covid greinilega alls staðar alls ekkert búið og allir að bugast,“ segir hann.

„En vonandi veitir þetta fólki samt einhverja gleði og tilhlökkun. Og það má jú djamma enn þá en bara til 12. “

Lagið samdi Álfgrímur með bróður sínum, raftónlistarmanninum Árna Húma. Salka Valsdóttir tónlistarkona tók lagið upp og hljóðblandaði fyrir Álfgrím.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×