Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júlí 2021 15:04 Tom Scott átti ekki sjö dagana sæla í síðustu Íslandsheimsókn sinni. skjáskot Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið. Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29