Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 21:47 Kolbeinsey er enn á sínum stað. Skjáskot/YouTube Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“ Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“
Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira