Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 21:47 Kolbeinsey er enn á sínum stað. Skjáskot/YouTube Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“ Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“
Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira