Innlent

96 greindust í gær og greining sýna stendur enn yfir

Eiður Þór Árnason skrifar
Í síðustu viku var slegið met í fjölda nýgreindra smita á þessu ári.
Í síðustu viku var slegið met í fjölda nýgreindra smita á þessu ári. Vísir/vilhelm

Í gær greindust minnst 96 einstaklingar innanlands með Covid-19. Ekki er enn búið að greina öll sýni frá því í gær vegna mikils fjölda sýna og getur talan því hækkað þegar líður á daginn.  

Þetta kom fram í máli Kamillu S. Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 

Uppfært klukkan 16.25: Alls greindust 123 innanlandsmit í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi hér á landi.

4.098 innanlandssýni voru tekin í gær og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apríl.

Í upphaflegum tölum á covid.is sem birtust skömmu fyrir klukkan 11 var greint frá 82 innanlandssmitum. Þar af voru 25 óbólusettir og 59 utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt þeim tölum eru 695 nú í einangrun hér á landi og 1.976 í sóttkví.

Áfram eru tveir á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir farþegar greindust jákvæðir við landamæraskimun og bíður einn niðurstöðu mótefnamælingar. Þrír farþeganna eru óbólusettir.

Samkvæmt upplýsingum á Covid.is er nýgengi innanlandssmita komið í 176,2 á hverja 100 þúsund íbúa. Hefur það aukist hratt frá 15. júlí þegar það mældist 8,2 smit á hverja 100 þúsund íbúa. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

71 greindist smitaður af Covid-19 í gær

Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.