Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. júlí 2021 14:06 Kristberg Gunnarsson er lagasmiðurinn en Björn Heimir Önundarson kvikarinn í nýju tónlistarmyndbandi. Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Samkvæmt Birni hefur hann setið sveittur við teikniborðið síðasta hálfa árið með Kristberg lítandi yfir öxl hans að spekúlera og vega og meta. „Myndbandið má jafnvel flokkast sem stuttmynd þar sem það hefur söguþráð sem gæti staðið sjálfstæður,“ segir Björn. Hann segir ekki vera mikið um slíka teiknimyndagerð á Íslandi þó það sé eitthvað um það. „Líklega vegna hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er.“ Lagið er fyrsta smáskífan af plötu sem er í vinnslu og er að vænta á næstu misserum. „Ég tók lagið upp í stofunni heima hjá foreldrum mínum í Vestmannaeyjum í fyrrasumar,“ segir Kristberg. Hann spilar á öll hljóðfærin og syngur en fékk vin sinn Hannes Már Hávarðarson til þess að taka upp og mixa. Í músíkinni má gæta mikilla áhrifa frá sveitum á borð við Khruangbin og öðrum gráum köttum á kaffihúsalagalistum miðborgarinnar. Stimamjúkt og silkislakt lufsurokk, auðmelt og nostrar beinlínis við heyrnarfærin.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira