Innlent

Erilsamur sólarhringur hjá björgunarsveitum

Árni Sæberg skrifar
Björgunarsveitir hafa mikið verið kallaðar út síðastliðinn sólarhring.
Björgunarsveitir hafa mikið verið kallaðar út síðastliðinn sólarhring. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast síðastliðinn sólarhring. Björgunarsveitir á Austurlandi eru á leið að manni sem óskaði eftir aðstoð í grennd við Snæfell.

Upp úr klukkan átta í morgun barst tilkynning frá manni sem var í vandræðum við Snæfell. Mikil þoka er á svæðinu sem olli því að maðurinn villtist.

Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að björgunarsveitir hafi staðsett manninn og ættu að vera komnar að honum innan klukkutíma. Ekki er talið að maðurinn sé í hættu.

Fyrr í morgun og í gærkvöldi bárust tvær aðskyldar tilkynningar um göngufólk í sjálfheldu. Í öðru tilvikinu var um tvö göngumenn sem villtust í Þakgili að ræða. Björgunarsveitir leystu bæði málin farsællega. 

Þá barst tilkynning um mótorhjólaslys á Kjalvegi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mótorhjólamanninn og kom honum undir læknishendur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.