Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir þær sóttvarnatakmarkanir sem kynntar verða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, að því gefnu að ríkisstjórnarfundur klárist í tæka tíð.

Við verðum í beinni frá Egilsstöðum og ræðum við ráðherra um aðgerðirnar en til þeirra er gripið vegna mikillar fjölgunar smitaðra á stuttum tíma og þá helst á meðal fullbólusettra á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára. 

Landspítalinn er kominn á hættustig vegna stöðunnar en þar liggja nú þrír inni vegna covid 19 veikinda, þó enginn á bráðdeild. 

Og við fylgjumst með huguðum smiðum sem hanga þessa dagana utan í Bolafjalli við Bolungarvík og smíða útsýnispall sem stefnt er að hafa tilbúinn haustið 2022. Þaðan verður einstakt útsýni yfir Ísafjarðardjúp og Snæfjallaströnd úr tæpplega sjöhunudruð metra hæð. 

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×