Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 16:27 Ólafur Stefánsson er viðmælandi í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. „Ég er að fara skrá mig í háskólann. Ég veit ekki hvort það er einhver svona tilvistarkreppa af því ég er kominn aftur heim í skírið og er með allt ævintýrið í mér og allt dótið sko fastur í einhverri svona eilífðar búbblu, sem olli því að ég bara allt í einu svona heyrðu fokk ég verð að skrá mig og bara gera þetta eins og maður,“ segir Ólafur sem betur er þekktur sem Óli Stef. Hann lýsir því sem talsverðri áskorun fyrir sig að setjast aftur á skólabekk. Kerfisbundin röð og regla sem reynist öðru fólki rökrétt, reynist honum hin mesta óreiða. „Mig langar eiginlega inn í það sem er ólógískast fyrir mig, sem er lógíkin sko. Þannig ég þarf að fara aftur í samstæða sokka jafnvel og eitthvað svona.“ Mikilvægt að dansa við kvíðann Hann segir mikilvægt að stíga inn í óttann og horfast í augu við það sem maður hræðist. „Ég er að fara inn í skuggann minn og kannski það sem ég hræðist mest. Kannski ómeðvitað er ég að fara inn í svona helli og skugga sem gætu verið vísindin, inn í tölfræði og að standa skil á mínu og inn í svona hið almenna. Kannski hef ég verið að forðast það.“ „Ef kvíði kemur upp í þér, þá áttu ekki að forðast hann heldur þá áttu að sitja með honum og svona „Jæja gamli vinur“ og geta dansað með honum.“ Hann segist nú bera meiri virðingu fyrir kerfinu en áður. „Það eru allir þar. Það er ekki hægt að álfast endalaust bara í einhverri lítilli búbblu sem er þinn heimur. Mér finnst ég vera á góðri endastöð, eða kannski ekki endastöð, en það er ekkert mikið meira að kanna.“ Ólafur er fullur tilhlökkun. Hann segist hafa tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að róa hlutina aðeins niður. „En þegar ég segi ró þá verður þetta örugglega allt annað en rólegt sko, af því þetta verður örugglega alveg áskorun. Háskólanám er það og ég þarf örugglega að berjast við alla mína helstu púka.“ Ekki þess virði að taka fruss á ungar sálir Þá ræðir Ólafur einnig helstu vendipunkta í sínu lífi. Þar nefnir hann það að afi hans hafi farið með hann í Val þegar hann var fimm ára og ber hann Tedda, þjálfara sínum á yngri árum, sérstakar þakkir. „Ég var ótrúlega heppinn að vera með góðan yngri flokka þjálfara. Maður horfir á allt atið í þessum yngri flokkum og hvað það er erfitt að kenna börnum eitthvað virkilega fallegt og nýtilegt án þess nokkurn tíman að særa þau eða að búa til einhvers konar lítið trauma. Það er aldrei þess virði að taka eitthvað fruss og sérstaklega ekki á ungar sálir. Það situr í þeim alla ævi sko.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Ayahuasca bæði blessun og bölvun Þá talar hann einnig um það sem vendipunkt að hafa kynnst eiginkonu sinni og eignast með henni börn. „Svo er svona andlegur vendipunktur sem maður er ekkert að tala um mikið, eins og að kynnast Ayahuasca, sem ég held að sé allt í lagi að fara að tala um. Það eru allir farnir að tala um það hvort sem er. Fyrir svona fimm sex árum. Ofboðslega kröftugt og fallegt lyf sem við svona þurfum að fara skoða.“ Hann segir Ayahuasca bæði geta reynst fólki blessun og bölvun. „Hættan við plönturnar er að þær eru svona sírenusöngur. En þessar plöntur eru allt annar sírenusöngur heldur en heróín, þó ég hafi ekki prófað það, eða áfengið sem er ekki beint sírenusöngur heldur svona djöflasöngur getur maður frekar kallað það. Þessar plöntur eru sírenusöngur sálarinnar eins og ég hef upplifað þær, að því leyti að Nirvana er bara handan við hornið.“ Ólafur segist meðvitaður um það að mikil umræða eigi eftir að fara í gang um hvort skuli lögleiða þessar plötur eða rannsaka þær og segist hann alfarið hlynntur því að þær verði rannsakaðar. „En við þurfum að fara átta okkur á því að þessar plöntur eru miklu meira heldur en bara eitthvað. Þær eru ekki eitthvað sem bara slakar á þér inn í daginn.“ 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Ég er að fara skrá mig í háskólann. Ég veit ekki hvort það er einhver svona tilvistarkreppa af því ég er kominn aftur heim í skírið og er með allt ævintýrið í mér og allt dótið sko fastur í einhverri svona eilífðar búbblu, sem olli því að ég bara allt í einu svona heyrðu fokk ég verð að skrá mig og bara gera þetta eins og maður,“ segir Ólafur sem betur er þekktur sem Óli Stef. Hann lýsir því sem talsverðri áskorun fyrir sig að setjast aftur á skólabekk. Kerfisbundin röð og regla sem reynist öðru fólki rökrétt, reynist honum hin mesta óreiða. „Mig langar eiginlega inn í það sem er ólógískast fyrir mig, sem er lógíkin sko. Þannig ég þarf að fara aftur í samstæða sokka jafnvel og eitthvað svona.“ Mikilvægt að dansa við kvíðann Hann segir mikilvægt að stíga inn í óttann og horfast í augu við það sem maður hræðist. „Ég er að fara inn í skuggann minn og kannski það sem ég hræðist mest. Kannski ómeðvitað er ég að fara inn í svona helli og skugga sem gætu verið vísindin, inn í tölfræði og að standa skil á mínu og inn í svona hið almenna. Kannski hef ég verið að forðast það.“ „Ef kvíði kemur upp í þér, þá áttu ekki að forðast hann heldur þá áttu að sitja með honum og svona „Jæja gamli vinur“ og geta dansað með honum.“ Hann segist nú bera meiri virðingu fyrir kerfinu en áður. „Það eru allir þar. Það er ekki hægt að álfast endalaust bara í einhverri lítilli búbblu sem er þinn heimur. Mér finnst ég vera á góðri endastöð, eða kannski ekki endastöð, en það er ekkert mikið meira að kanna.“ Ólafur er fullur tilhlökkun. Hann segist hafa tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að róa hlutina aðeins niður. „En þegar ég segi ró þá verður þetta örugglega allt annað en rólegt sko, af því þetta verður örugglega alveg áskorun. Háskólanám er það og ég þarf örugglega að berjast við alla mína helstu púka.“ Ekki þess virði að taka fruss á ungar sálir Þá ræðir Ólafur einnig helstu vendipunkta í sínu lífi. Þar nefnir hann það að afi hans hafi farið með hann í Val þegar hann var fimm ára og ber hann Tedda, þjálfara sínum á yngri árum, sérstakar þakkir. „Ég var ótrúlega heppinn að vera með góðan yngri flokka þjálfara. Maður horfir á allt atið í þessum yngri flokkum og hvað það er erfitt að kenna börnum eitthvað virkilega fallegt og nýtilegt án þess nokkurn tíman að særa þau eða að búa til einhvers konar lítið trauma. Það er aldrei þess virði að taka eitthvað fruss og sérstaklega ekki á ungar sálir. Það situr í þeim alla ævi sko.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Ayahuasca bæði blessun og bölvun Þá talar hann einnig um það sem vendipunkt að hafa kynnst eiginkonu sinni og eignast með henni börn. „Svo er svona andlegur vendipunktur sem maður er ekkert að tala um mikið, eins og að kynnast Ayahuasca, sem ég held að sé allt í lagi að fara að tala um. Það eru allir farnir að tala um það hvort sem er. Fyrir svona fimm sex árum. Ofboðslega kröftugt og fallegt lyf sem við svona þurfum að fara skoða.“ Hann segir Ayahuasca bæði geta reynst fólki blessun og bölvun. „Hættan við plönturnar er að þær eru svona sírenusöngur. En þessar plöntur eru allt annar sírenusöngur heldur en heróín, þó ég hafi ekki prófað það, eða áfengið sem er ekki beint sírenusöngur heldur svona djöflasöngur getur maður frekar kallað það. Þessar plöntur eru sírenusöngur sálarinnar eins og ég hef upplifað þær, að því leyti að Nirvana er bara handan við hornið.“ Ólafur segist meðvitaður um það að mikil umræða eigi eftir að fara í gang um hvort skuli lögleiða þessar plötur eða rannsaka þær og segist hann alfarið hlynntur því að þær verði rannsakaðar. „En við þurfum að fara átta okkur á því að þessar plöntur eru miklu meira heldur en bara eitthvað. Þær eru ekki eitthvað sem bara slakar á þér inn í daginn.“
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira