Innlent

Endur­vekja bak­varða­sveitina í ljósi fjölgunar smita

Eiður Þór Árnason skrifar
Landspítali var færður á hættustig í gær vegna þróunar faraldursins. Þrír liggja inn vegna Covid-19.
Landspítali var færður á hættustig í gær vegna þróunar faraldursins. Þrír liggja inn vegna Covid-19. Landspítali/Þorkell

Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga.

Enn á ný er óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins þar sem óskað er eftir því að þau sem voru áður skráð í bakvarðasveitina og sjá sér enn fært að veita liðsinni skrái sig í bakvarðasveitina á ný.

Opinberar heilbrigðisstofnanir sem óska eftir að ráða liðsauka úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar geta nálgast lista með upplýsingum um þá sem hafa skráð sig til þátttöku hjá heilbrigðisráðuneytinu. 

Um er að ræða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Munu stofnanirnar sjálfar hafa samband við bakverði sem þeir vilja ráða til starfa.

Vilja einnig fólk í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar

Félagsmálaráðuneytið hvetur svo fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar. Úrræðinu er ætlað að tryggja að þjónusta við viðkvæma hópa falli ekki niður þrátt fyrir áhrif faraldursins. 

Óskað er eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa og börn með sértækar stuðningsþarfir. Sérstaklega er óskað eftir fólki með reynslu og menntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.