Sport

Simone Biles fyrst til að fá eigið myllu­merki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Simone Biles er sú besta allra tíma og myllumerkið staðfestir það.
Simone Biles er sú besta allra tíma og myllumerkið staðfestir það. Laurence Griffiths/Getty Images

Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, er fyrsta íþróttakonan til að fá sitt eigið myllumerki á samfélagsmiðlinum Twitter. 

Simone Biles hefur skrifað sig í sögubækurnar oftar en einu sinni og nú – skömmu áður en hún stefnir á að bæta við afrekaskrá sína á Ólympíuleikunum í Tókýó – skráði hún sig í sögubækur samfélagsmiðla. Biles er komið með sitt eigið myllumerki á Twitter.

Myllumerkið er að sjálfsögðu geit en þar er verið að vísa í enska hugtakið GOAT (e. Greatest Of All Time) sem myndi þýðast á ástkæra ylhýra sem „best allra tíma.“ 

Geitin er klædd í samfesting líkt og hún sé að keppa í fimleikum. Þá er hún með verðlaunapening um hálsinn og að sjálfsögðu farin í splitt. Hægt er að skrifa #SimoneBiles eða einfaldlega #Simone til að myllumerkið komi upp á Twitter.

Í yfirlýsingu frá samfélagsmiðlinum segir að markmiðið sé að virða arfleið Biles, afrek hennar sem og hvernig hún hefur nýtt samfélagsmiðilinn í gegnum tíðina.

Biles undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Tókýó þar sem hún stefnir á að bæta við sig verðlaunapeningum og ýta enn frekar undir GOAT-umræðuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.