Ólafur Ísleifsson verður ekki á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm
Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin.
Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 77 prósent atkvæða fundargesta.
Fyrstu sæti skipa:
Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari.
Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
Erna Valsdóttir, fasteignasali
Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri
Framboðslisti flokksins í Reykjavík norður.Mynd/Miðflokkurinn
Í bréfi sem Ólafur Ísleifsson sendi fundinum segir að „til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokkins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar."
Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu.
Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.