Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Flugvöllurinn í Keflavík nálgast þolmörk, svo margir fara nú um hann. Þetta segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Suma daga þurfi lögreglan að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum tíma. 

Fiskistofa hefur í fyrsta sinn svipt bát veiðileyfi vegna brottkasts eftir að hafa náð myndum af athæfinu með dróna. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðstjóra veiðieftirlits hjá Fiskistofu sem segir að stofnunin meti brottkastið hjá bátnum stórfellt. 

Gosið í Fagradalsfjalli hrökk í gang aftur um miðnætti eftir að hafa legið niðri í um sjö klukkustundir. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×