Innlent

Sjúkra­bíll skemmdist þegar flösku var kastað í hann

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn sjúkrabíll skemmdist þegar flösku var kastað í hann í miðbæ Reykjavíkur.
Einn sjúkrabíll skemmdist þegar flösku var kastað í hann í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Undanfarinn sólarhringur hefur verið annasamur hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu, bæði slökkviliðinu og lögreglunni.

Síðastliðinn sólarhring fór slökkviliðið í 122 sjúkraflutningar en þar af voru 32 í forgangi og fjórar þeirra tengdar rafhlaupahjólaslysum. Þetta segir á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabíll skemmdist í gær þegar flösku ar kastað í hann í miðbæ Reykjavíkur þannig að rúða brotnaði. Þá voru dælubílar sendir þrisvar af stað undanfarinn sólarhring en öll útköllin töldust minniháttar. 

Þá var svo annasöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að ekki gafst tími til að skrifa í dagbók lögreglu í morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×