Veður

Tuttugu stiga hiti tuttugu daga í röð en þó ekki í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ungur knattspyrnuáhugamaður horfir yfir Lagafljótið í Atlavík þar sem veður hefur verið með eindæmum gott í sumar.
Ungur knattspyrnuáhugamaður horfir yfir Lagafljótið í Atlavík þar sem veður hefur verið með eindæmum gott í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi

Eftir tuttugu daga í röð þar sem hiti mældist yfir tuttugu stig einhvers staðar á landinu náði hitinn hvergi þeim hæðum í gær. 

Trausti Jónsson, veðurfræðingur sem heldur úti vefnum Hungurdiskar, greinir frá þessu í samtali við Morgunblaðið í dag.

Á þriðjudaginn fór hitinn hæst í 23 gráður á Egilsstöðum en í gær varð hann mestur 16,3 stig á Húsavík. Líklegt er að hiti fari yfir tuttugu stiga múrinn á Norður- eða Austurlandi í dag.

Segja má að tuttugu daga tuttugu stiga syrpan sé söguleg en aðeins einu sinni áður hefur svo hár hiti mælst yfir lengri tíma. Árið 2012 voru 23 samfelldir dagar þar sem hitinn náði því marki en tímabilinu lauk 18. ágúst það ár.

Trausti nefnir að í ár sé hlýjasta byrjun á Norður- og Austurlandi. Tiltölulega hlýtt hefur verið í Reykjavík en en hæsti hiti mældist 19,8 stig á Geldingarnesi þann 29. júní. Enn eru þó eftir þeir dagar sumarsins þar sem hitinn er allajafna hæstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.