Tónlist

Ný útgáfa Thom Yorke af Creep lítur dagsins ljós

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Thom Yorke er búinn að hugsa Creep upp á nýtt.
Thom Yorke er búinn að hugsa Creep upp á nýtt. Getty/Jim Dyson

Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar Radiohead, hefur gefið út nýja útgáfu af Creep, vinsælasta lagi hljómsveitarinnar. Um er að ræða níu mínútna langt remix þar sem mjög hefur verið hægt á gangi lagsins.

Lagið var upphaflega endurgert af Yorke í mars á þessu ári sem hluti af tískusýningu japanska fatahönnuðarins Jun Takahashi, en hefur nú formlega verið gefið út.

„Útbúið fyrir minn kæra vin Jun Takahashi, og heim sem virðist vera að snúast á hvolf,“ skrifar Yorke á Twitter.

Creep kom upphaflega út árið 1993 og skaut bresku hljómsveitinni Radiohead á stjörnuhiminninn, og er það án efa þekktasta lag Radiohead. Nýja útgáfan er sem fyrr segir níu mínútna löng og mun hægari en upprunalega útáfan. Ku þetta vera 2021 útgafan af laginu ef marka má hinn nýja titil, Creep (Very 2021 Rmx).

Lítið hefur heyrst frá Radiohead frá því að tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar í kjölfar útgáfu síðustu breiðskífu hennar, A Moon Shaped Pool, lauk, en platan kom út árið 2016. Á því tónleikaferðalagi kom Radiohead meðal annars eftirminnilega við á Íslandi.

Yorke hefur hins vegar haft í ýmis horn að líta á undanförnum árum, nú síðast með hljómsveitinni Smile sem hann stofnaði ásamt Jonny Greenwood, gítarleikara Radiohead og fleirum, en hljómsveitin frumflutti nýtt efni á nettónleikum í maí síðastliðnum.

Heyra má nýju útgáfuna af Creep hér fyrir neðan og þar fyrir neðan má heyra upprunalegu útgáfuna.


Tengdar fréttir

Radiohead opnar fjársjóðskistuna

Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað.

Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út

Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×