Innlent

Upp­færa co­vid.is nú að­eins einu sinni í viku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá sýnatöku heilsugæslunnar.
Frá sýnatöku heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm

Covid.is, upplýsingasíða Landlæknisembættisins og Almannavarna um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, verður héðan í frá aðeins uppfærð á fimmtudögum.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Þegar faraldurinn stóð sem hæst var síðan uppfærð daglega með hinum ýmsu tölulegu upplýsingum um daglega tölu smitaðra, fjölda í sóttkví, nýgengi smita og fleira.

Fyrir þessa nýjustu breytingu var síðan uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Hjördís segir að áfram verði sérstaklega tilkynnt um það ef einhver greinist með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Nákvæm tölfræði um faraldurinn verður þó, eins og áður sagði, aðeins uppfærð vikulega héðan í frá.

Hér að neðan má sjá upplýsingar um faraldurinn eins og staðan var síðastliðinn fimmtudag, þegar síðan var síðast uppfærð.

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.