Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2021 20:00 Kettlingarnir fimm sem nú eru í sóttkví vegna eyrnamaurs. Vísir/Kristín Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira